Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. nóvember 2020 09:21
Magnús Már Einarsson
Mascherano leggur skóna á hilluna
Mascherano í leiknum gegn Íslandi á HM 2018.
Mascherano í leiknum gegn Íslandi á HM 2018.
Mynd: Getty Images
Javier Mascherano, fyrrum miðjumaður Barcelona og Liverpool, hefur lagt skóna á hilluna.

Hinn 36 ára gamli Mascherano var síðast á mála hjá Estudiantes í heimalandi sínu Argentínu.

Mascherano vann Meistaradeildina tvisvar og spænsku úrvalsdeildina fimm sinnum með Barcelona.

Á ferlinum lék Mascherano einnig í þrjú ár með Liverpool en hann fór í úrslit Meistardeildarinnar með liðinu árið 2007.

Þá spilaði hann 147 leiki með argentínska landsliðinu á ferlinum.

Hér eru nokkrar myndir af ferli Mascherano.
Athugasemdir
banner
banner
banner