banner
   þri 16. nóvember 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiginkona Eric Abidal á bakvið árásina á Hamraoui?
Hamraoui
Hamraoui
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
L'Equipe í Frakklandi greinir frá því í dag að eiginkona Eric Abidal sé, samkvæmt nýjustu upplýsingum, sú sem sé á bakvið árásina á Kheira Hamraoui.

Ráðist var á Hamraoui, sem er leikmaður kvennaliðs PSG, í síðustu viku og fyrst var liðsfélagi hennar sökuð um að vera á bakvið árásina. Tveir grímuklæddir menn réðust á Hamroui, drógu hana úr bíl sínum og slógu hana með járnvopni.

Því næst var talið að um fyrrverandi kærasta Hamroui væri að ræða. Hann hafi ætlað að hefna sín á henni fyrir „að eyðileggja líf sitt".

Eiginkona Eric Abidal er nú talin á bakvið árásina. Því er slegið upp að Hamraoui og Eric Abidal hafi átt í ástarsambandi þegar Hamraoui var í Barcelona. Eiginkona Eric, Hayet, hafi verið að hefna sín á því. Eric verður yfirheyrður vegna málsins en símkortið í síma Hamraoui er skráð á Eric.

Marca greinir frá því að það hafi verið staðfest að annar árásarmannanna hafi sakað Hamraoui um að sofa hjá giftum manni.

Sjá einnig:
Leikmenn PSG sagðir hafa fengið símhringingar úr óskráðu númeri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner