Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. nóvember 2022 11:05
Hafliði Breiðfjörð
Hótað að brjóta myndavél TV2 og CBS sagt að eyða mynd
Frá Katar í gær.
Frá Katar í gær.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Heimsmeistaramótið í Katar er ekki enn hafið og strax eru farnar að berast undarlegar fréttir frá fjölmiðlamönnum sem þangað eru komnir til að fjalla um mótið. TV2 í Danmörku og Grant Wahl fréttamaður CBS hafa sagt frá uppákomum á Twitter.


Rasmus Tantholdt sjónvarpsmaður TV2 í Danmörku sagði frá því í gærkvöldi að þegar hann ætlaði að taka upp innslag í beinni útsendingu í gær hafi öryggisverðir komið og bannað upptökur og hótað að brjóta myndavélina.

„Þið buðuð öllum heiminum að koma hingað afhverju megum við ekki taka myndir? Þetta er opinber staður" segir hann við öryggisverðina á myndbandi sem hann birti á Twitter síðunni. „Hér er ég með fjölmiðlaaðgangspassa, við megum mynda hvar sem við viljum," bætir hann við þar til honum er sagt að hann þurfi sérstakt leyfi og hótað er að brjóta myndavélina.

Tandholdt segir í tísti sínu að hann hafi svo fengið afsökunarbeiðni frá yfirvöldum í Katar en myndband af þessu má sjá að neðan.


Grant Wahl fréttamaður CBS segir einnig frá uppákomu sem hann varð fyrri í fjölmiðlaaðstöðu í Katar í gær þegar hann smellti mynd og var skipað að eyða henni.

„Ég tók mynd af slagorði Heimsmeistaramótsins í Katar á veggnum í fjölmiðlaaðstöðunni í dag, öryggisvörður kom og heimtaði að ég myndi eyða henni úr símanum. Mun Heimsmeistaramótið verða svona?" sagði Wahl.

„Innan nokurra sekúndna mætti öryggisvörðurinn: 'Myndataka er óheimil herra'," segir Wahl. „Það var hvergi neitt sem bannaði myndatökur. Ég horfði á hann spyrjandi? 'En ég var bara að taka mynd af slagorði á veggnum?' Það sem hann sagði þá var fáránlegt. 'Vinsamlegast eyddu henni herra' sagði vörðurinn. Í alvöru?"


Þá hefur myndband af stuðningsmönnum liðanna í Katar vakið athygli í morgun en þar má sjá að heimamenn hafa fengið málaliða til að leika stuðningsmenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner