mán 16. desember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Blikar gefa út fatalínuna Pandagang
Brynjólfur Darri í Pandagang hettupeysu.
Brynjólfur Darri í Pandagang hettupeysu.
Mynd: Úr einkasafni
Brynjólfur Darri Willumsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Alfons Sampsted standa í stóræðum þessa dagana en þeir hafa búið til eigið fatamerki. Fötin fara í sölu í kvöld klukkan 22:00 en verkefnið hefur verið í undirbúningi undanfarnar vikur.

Brynjólfur og Guðjón Pétur eru báðir leikmenn Breiðabliks en Alfons var á láni hjá liðinu frá Norrköping í sumar. Brynjólfur Darri er aðalmaðurinn á bakvið fatamerkið.

„Hugmyndin kemur frá Pandagang sem er bara my gang/vinir mínir. Ég bjó það til fyrir alveg 2-3 árum og hefur þetta verið svona meira og meira orðið á götunni þar sem ég hef verið að búa til fögn tengt þessu “Pandawalk” og allskonar eitthvað í kringum þetta," sagði Brynjólfur Darri við Fótbolta.net í dag.

..Síðan í sumar vorum við nokkrir í Breiðablik að ræða þetta og hvort ég gæti ekki notað þetta og þá kom upp þessi hugmynd með fatamerki."

..Við erum með Hettupeysur og svo Boli/T-shirt. Við erum með þetta allt í Panda litunum svörtum og hvítum og með alvöru og setjum svona our style þar sem við erum ekki eins og allir hinir. Við erum“Different Breeed” ekki sama tegund og hinir."


Brynólfur Darri fékk hjálp við að koma fatamerkinu í gang en Guðjón Pétur Lýðsson, liðsfélagi hans Breiðabliki, og Alfons Sampsted, leikmaður Norrköping og liðsfélagi hans hjá Blikum í sumar, hjálpuðu honum.

„Ég hef alltaf ætlað að gera eitthvað skemmtilegt með Pandagang og þurfti bara réttu mennina í þetta með mér og fann þá tvo meistara Alfons Sampsted sem er með allt á hreinu í öllu sem hann gerir og svo Guðjón Pétur sem er bara eins og hann er. Okkur (Guðjóni) kemur mjög vel saman, við erum duglegir að æsa í hvor öðrum og hann hefur alltaf haft gaman af því sem ég er að gera og var þvílíkt peppaður í þetta og hann er nákvæmlega gæinn sem ég þurfti. Við þrír eigum þetta saman í dag."

„Salan hefst í kvöld og ég ætla taka fram þetta merch er með limited flíkur. Við tökum við pöntunum á Instagram og getið sent á: Brynjólfur Willumsson og Alfons Sampsted á Facebook. Pandagang merch Less go🗣🐼" sagði Brynjólfur að lokum.

Pandagang fötin á Instagram
Athugasemdir
banner
banner
banner