Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. desember 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam: Ég vel hann sem besta mann HM, ekki Mbappe eða Messi
Stóri Sam Allardyce.
Stóri Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Stóri Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, telur að Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands hafi verið besti leikmaður HM 2022.

Griezmann hefur verið að leika aftar en hann er vanur með franska landsliðinu. Hann hefur sjálfur ekki skorað á mótinu en verið með mikinn sköpunarmátt og átti báðar stoðsendingarnar í 8-liða úrslitum gegn Englandi.

Lionel Messi og Kylian Mbappe leiða baráttuna um gullskóinn en Stóri Sam telur að enginn hafi spilað betur en Griezmann.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að Antoine Griezmann ætti að vera valinn maður mótsins. Ég hef aldrei séð leikmann fara í nýja stöðu og spila eins vel," segir Stóri Sam.

„Lionel Messi og Kylian Mbappe eiga spretti sem allir muna eftir, eins og Messi gegn Króatíu. Svo man maður kannski ekki eftir öðru sem þeir gerðu en þeir valdir menn leiksins. Ef horft er á framlag yfir allt mótið þá fær Griezmann 9 eða jafnvel 10 af 10 mögulegum."

„Það sem Mbappe og Messi gera á sunnudag mun væntanlega ráða því hvor þeirra verður leikmaður mótsins. En Griezmann hefur skarað fram úr," segir Stóri Sam Allardyce.

Argentína og Frakkland eigast við í úrslitaleik HM á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner