Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Penninn á lofti upp á Akranesi
Anna Þóra Hannesdóttir.
Anna Þóra Hannesdóttir.
Mynd: ÍA
ÍA hefur gert samninga við nokkra leikmenn kvennaliðs félagsins, sem spilar í 2. deild á næstu leiktíð.

Anna Þóra Hannesdóttir hefur gert nýjan samning við ÍA sem gildir til ársins 2023. Anna Þóra er fædd árið 2002 og hefur spilað með meistaraflokki ÍA síðan sumarið 2019. Hún hefur alls leikið 32 leiki í meistaraflokki og skorað tvö mörk.

Í kjölfarið skrifuðu Selma Dögg Þorsteinsdóttir og Erna Björt Elíasdóttir báðar undir samninga til 2023. Báðar eru þær fæddar árið 2002 og hafa spilað meira en 20 leiki í meistaraflokki ÍA.

Svo síðast var tilkynnt um að félagið hefði náð samkomulagi við Lilju Björg Ólafsdóttur um nýjan samning til eins árs og Þorgerði Bjarnadóttur um samning til 2023. Þorgerður, sem er fædd árið 2003, var að skrifa undir sinn fyrsta samning við ÍA. Lilja Björg er fædd 2003 og á að baki 27 leiki í meistaraflokki og tvö mörk.

ÍA féll úr Lengjudeildinni í fyrra og stefnir eflaust á það að fara beint aftur upp aftur.




Athugasemdir
banner
banner
banner