Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jordan Tyler í Ægi (Staðfest)
Jordan við undirskriftina hjá Aftureldingu fyrir tveimur árum síðan.
Jordan við undirskriftina hjá Aftureldingu fyrir tveimur árum síðan.
Mynd: Afturelding - Raggi Óla

Bandaríski framherjinn Jordan Tyler er búinn að semja við Ægi frá Þorlákshöfn sem leikur í 2. deild karla.


Ægismenn áttu frábært tímabil í fyrra þar sem þeir reyndust spútnik lið 2. deildarinnar og náðu um leið að slá Fylki úr leik í Mjólkurbikarnum.

Þeir misstu af sæti í Lengjudeildinni í fyrra og eru núna búnir að bæta við sig Jordan sem var hjá Aftureldingu í fyrra en spilaði aðeins þrjá leiki. Hann er 30 ára gamall og hafa meiðslavandræði sett strik í reikninginn á undanförnum árum.

Bestu tímabil Jordan voru 2015 og 2018 þegar hann skoraði 6 mörk með KF og svo 6 mörk með Þrótti Vogum áður en hann skipti yfir til Víðis í Garði.


Athugasemdir
banner
banner
banner