Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 17. janúar 2023 16:19
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimildin 
Siggi Bond fyrir aganefnd - Veðjaði á eigin leiki og hundruð annarra leikja
Sigurður Gísli Bond Snorrason.
Sigurður Gísli Bond Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hérlendis síðasta sumar, þar á meðal eru leikir sem hann spilaði sjálfur með Aftureldingu í Lengjudeildinni.

Heimildin fjallar um málið sem er á borði aganefndar KSÍ. Sigurður Gísli vildi ekki tjá sig um málið er Heimildin náði af honum tali.

Þetta mál er fordæmalaust í íslenskum fótbolta en í reglugerð KSÍ segir skýrt að þeim sem taki þátt í leikjum á vegum sambandsins sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót.

Því til viðbótar er öllum fótboltamönnum sem samningsbundnir eru íslenskum liðum samkvæmt staðalsamningi KSÍ, eins og Sigurður Gísli var, óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum.

Málið kom upp þegar starfsmaður UEFA hafði samband við KSÍ og bað um að fá að tengja fulltrúa veðmálafyrirtækisins Pinnacle við sambandið. Veðmál Sigurðar Gísla höfðu þá komið fram við vöktun viðskiptavina hjá Pinnacle.

Sérstaklega er fjallað um að á meðal leikjanna sem Sigurður Gísli veðjaði á hjá Pinnacle hafi verið fimm leikir hjá hans eigin liði, meistaraflokki karla hjá Aftureldingu, og að hann hafi sjálfur tekið þátt í fjórum þeirra. Sigurður veðjaði þó aldrei gegn eigin liði.

Nánar er fjallað um málið á vefsíðu Heimildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner