Félagaskipti Randall Kolo Muani frá PSG til Juventus hefur ekki gengið hnökralaust fyrir sig.
Kolo Muani er á leið til Juventus á láni en PSG hefur lánað of marga leikmenn á þessu tímabili.
Kolo Muani er á leið til Juventus á láni en PSG hefur lánað of marga leikmenn á þessu tímabili.
Það eru sex leikmenn á láni frá PSG. Það eru þeir Xavi Simons (Leipzig), Carlos Soler (West Ham), Nordi Mukiele (Leverkusen), Renato Sanches (Benfica), Juan Bernat (Villarreal) og Lucas Lavallee (Aubagne).
Sky á ÍItalíu greinir frá því að PSG muni sjá til þess að Kolo Muani fari til Juventus. Það mun ganga í gegn þegar PSG hefur kallað markvörðinn Lucas Lavallee til baka úr láni frá Aubagne sem leikur í þriðju deild í Frakklandi.
Kolo Muani fer á lán til Juventus út tímabilið en það er enginn kaupmöguleiki í samningnum svo hann mun snúa aftur til PSG í sumar.
Athugasemdir