Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 11:58
Elvar Geir Magnússon
Kvaratskhelia tekur við treyjunúmeri Mbappe
Kvaratskhelia hefur staðist læknisskoðun.
Kvaratskhelia hefur staðist læknisskoðun.
Mynd: Getty Images
Khvicha Kvaratskhelia hefur staðist læknisskoðun hjá Paris Saint-Germain og mun taka við treyju númer 7, sama númeri og Kylian Mbappe var með hjá félaginu áður en hann fór til Real Madrid.

Georgíski landsliðsmaðurinn er að ganga í raðir PSG frá ítalska félaginu Napoli. Þessi 23 ára leikmaður verður dýrasti leikmaður janúargluggans til þessa.

Franskir fjölmiðlar segja að PSG borgi yfir 70 milljónir evra fyrir Kvaratskhelia sem muni skrifa undir 4-5 ára samning. Hann muni fimmfaldast í launum og fá um 9 milljónir evra fyrir árið.

Aðeins er beðið eftir því að PSG tilkynni formlega um kaup á Kvaratskhelia.
Athugasemdir
banner
banner
banner