Khvicha Kvaratskhelia er á leið frá Napoli en hann mun ganga til liðs við PSG.
Kvaratskhelia bað um sölu frá Napoli og PSG hefur bitið á agnið. Leikmaðurinn hefur verið frábær í búningi Napoli en hefur nú sent frá sér myndband þar sem hann kveður stuðningsmenn ítalska liðsins.
„Þetta er erfitt fyrir mig en það er tími til kominn að kveðja. Ég átti stórkostlegan tíma hérna, við deildum mörgum minningum saman, upplifðum frábærar tilfinningar. Napoli var heimilið mitt þar sem mér leið stórkostlega þökk sé ykkur öllum. Leiðin sem við fórum saman er enn í huga mínum. Ég man eftir tilfinningum mínum þegar ég skoraði mitt fyrsta mark," sagði Kvaratskhelia.
PSG mun borga um 70 milljónir evra fyrir hann og hann mun skrifa undir fimm ára samning.
Kvaratskhelia’s goodbye message ???????????? pic.twitter.com/m0qSzNVQSc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 16, 2025