Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Þungavigtarbikarinn: Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá FH
Kristján Flóki skoraði tvö í seinni
Kristján Flóki skoraði tvö í seinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar unnu sannfærandi 5-1 sigur á Njarðvík í Þungavigtarbikarnum í Skessunni í dag. Heimamenn voru marki undir í hálfleik en stilltu saman strengi og skoruðu fimm í þeim síðari.

Símon Logi Thasaphong kom Njarðvíkingum yfir í fyrri hálfleiknum og stóðu leikar þannig þegar gengið var til búningsherbergja.

Í þeim síðari komust FH-ingar í gírinn. Kristján Flóki Finnbogason skoraði tvö og þeir Gils Gíslason, Benjamín Bæring og Bjarni Guðjón Brynjólfsson komust þá einnig á blað.

FH-ingar mæta Keflavík í lokaleik riðilsins næstu helgi en FH-ingar geta þar tryggt sæti sitt í úrslitum.

FH hefur unnið mótið tvisvar en spilað verður um sæti í mars næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner