Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino segir enska bikarinn ekki mikilvægan
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino telur enska bikarinn skipta minna máli en aðrar keppnir sem Tottenham tekur þátt í á tímabilinu.

Tottenham mætir Rochdale í 16-liða úrslitum á sunnudaginn og mun líklega hvíla einhverja lykilmenn.

Pochettino hefur gert frábæra hluti frá því hann tók við stjórnartaumunum fyrir þremur og hálfu ári síðan en hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki enn búinn að vinna bikar.

„Það væri frábært fyrir stuðningsmenn að vinna bikarkeppni á Englandi en í stóra samhenginu skiptir það engu máli, þannig er raunveruleikinn bara," sagði Pochettino.

„Hvað gerist eftir að þú vinnur enska bikarinn? Ekki neitt. Jafnteflið sem við náðum gegn Juventus var hins vegar risastórt. Við eignuðumst nýja aðdáendur um allan heim með þessari frammistöðu.

„Ég hef verið að fá símtöl frá Argentínu þar sem það er keppst við að hrósa mér og liðinu mínu."


Pochettino segir markmið félagsins vera háleitari heldur en að vinna enska bikarinn.

„Fyrir þremur og hálfu ári var Tottenham ekki í stöðu til að vera samkeppnishæft í stærstu keppnunum. Það hefur gjörbreyst og ég myndi ekki skipta þessum árangri út fyrir FA bikarana þrjá sem Arsenal hefur unnið síðustu fjögur ár.

„Á síðustu 10 árum hafa margir stjórar unnið deildabikarinn eða FA bikarinn og verið reknir nokkrum mánuðum síðar. Þetta eru ekki það mikilvægar keppnir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner