Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 17. febrúar 2020 20:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Midtjylland styrkti stöðu sína á toppnum
Mikael í leik með U21 í september.
Mikael í leik með U21 í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Midtjylland 2 - 0 Lyngby

Einn leikur fór fram í kvöld í dönsku Superliga, Midtjylland tók á móti Lyngby í 21. umferð deildarinna.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og lék allan leikinn. Midtjylland leiddi með einu marki í leikhléi.

Annað markið kom á 72. mínútu og reyndist það lokamark leiksins. Midtjylland hafði talsverða yfirburði í kvöld en þó Lyngby hafi haldið boltanum betur náðu gestirnir ekki skoti á markið. Hjá Lyngby var Frederik Schram á varamannabekknum.

Midtjylland er eftir umferðina með sjö stiga forskot á FCK sem er í öðru sæti deildarinnar.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner