Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 22:47
Aksentije Milisic
Solskjær: Kominn tími á að Maguire skoraði
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var sáttur með sigurinn gegn Chelsea í kvöld. United vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu þar sem Anthony Martial og Harry Maguire skoruðu mörkin.

VAR tók tvö mörk af Chelsea og einnig slapp Harry Maguire við rautt spjald. Solskjær tjáði sig um það atvik og spilamennsku sinna manna.

„Við héldum aftur hreinu, nú í fjögur skipti í röð. Við virkuðum smá þungir í byrjun leiks og stundum er það þannig eftir frí, þú þarft smá stund til að komast í gang. Frammistöður einstakra leikmanna var góð af og til en við vorum of neikvæðir í fyrri hálfleik," sagði Ole.

„Við viljum að það séu teknar réttar ákvarðanir af dómurunum og VAR og sem betur fer var það þannig í dag. Við þurftum þannig hjálp áður á tímabilinu. Fyrra markið var klár bakhrinding og Harry var bara að verja sjálfan sig í hans atviki."

„Þetta gefur okkur séns í að komast í Meistaradeildina. Við munum ekki fá neina hjálp, ég mun ekki skilja fyrir mitt litla líf af hverju við gátum ekki spilað á laugardaginn af því að við spilum strax aftur á fimmtudaginn".

United mætir Club Brugge á útivelli eftir þrjá daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner