Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 13:54
Magnús Már Einarsson
Það sem er gert til að hafa Laugardalsvöll kláran 26. mars
Kostnaður 64 milljónir
Icelandair
Frá Laugardalsvelli í dag.
Frá Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Kristinn Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli í dag.
Frá Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Hannesson grasvallartæknifræðingur og nefndarmaður í mannvirkjanefnd KSÍ.
Bjarni Hannesson grasvallartæknifræðingur og nefndarmaður í mannvirkjanefnd KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli í dag.
Frá Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HItapylsa var lögð á völlinn fyrir leikinn gegn Króatíu árið 2013.  Það verður gert aftur í ár.
HItapylsa var lögð á völlinn fyrir leikinn gegn Króatíu árið 2013. Það verður gert aftur í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er verkefni sem við höfum aldrei farið út í áður og okkur langaði að gera þetta vel og faglega," sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, þegar hann talaði um undirbúninginn fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu þann 26. mars næstkomandi.

Áætlaður kostnaður við undirbúning fyrir þennan leik hljómar upp á 64 milljónir króna í dag.

Kristinn og Bjarni Hannesson, grasvallartæknifræðingur og nefndarmaður í mannvirkjanefnd KSÍ tóku til máls á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag og fóru yfir stöðuna.

16-17 vikur eru síðan undirbúningur fyrir leikinn hófst en aldrei áður hefur verið spilað í mars á Laugardalsvelli. Í dag eru sex vikur í leikinn en þrjár vikur eru í að sérstök hitapylsa verði lögð yfir völlinn.

Sérstakur starfshópur hefur fundað reglulega undanfarnar vikur og unnið að því að hafa Laugardalsvöll í sem bestu ásigkomulagi í lok mars.

Kristinn nefndi í máli sínu að mjög mismunandi sé hvernig Laugardalsvöllur sé í lok mars. 2017 og 2019 var völlurinn i fínu ásigkomulagi en 2014 var hann á floti og árið 2015 á kafi í snjó.

Hér má sjá ágrip af því helsta sem Kristinn talaði um
Laugardalsvöllur var opnaður 1957 og þar er 100% gras. Enginn undirhiti er undir vellinum og ekkert vökvunarkerfi. Ónýtt dren er á vellinum og hann er opinn. Það gerir aðstæður ennþá erfiðari. Sérstaklega setur það strik í reikninginn að enginn undirhiti er undir vellinum.

Atriði sem þarf að eiga við í undirbúningi
- Vatn
- Vindur
- Kuldi
- Takmarkað sólarljós

Í nóvember var rætt um lausnir og þar voru lausnir skoðaðar sem snúa að einangrun, undirhita/yfirhita, dúka, hitadúka, ljós, gáma og annað.

Aðalmarkmið fyrir Laugardalsvöll í nóvember-mars
- Halda vellinum sem mest frostlasuum
- Halda vatninu frá vellinum, koma í veg fyrir pollamyndun og að hann breytist í svell
- Fylgjast vel með snjónum
- Fylgjast með sýkingum og öðrum skemmdum
- Funda vel með veðurfræðingum

Veðurfræðingar hafa gefið KSÍ upplýsingar vikulega með langtímaspám. Þá hafa hita og rakamælar verið notaðir á vellinum og þeir hafa hjálpað mikið til.

Nýir dúkar hafa verið keyptir og þeim verður rúllað af og á völlinn eftir hentugleika í mars. Klukkutíma tekur að rúlla dúkknum út og klukkutíma tekur að taka hann saman. Dúkarnir munu skipta miklu máli í mars ásamt hitapylsunni.

Keyptir voru 8000 fermetrar af steinull til að nota í baráttu gegn miklu frosti. Dúkur er þá lagður yfir völlurinn og steinullin þar ofan á. Ekki hafa ennþá komið aðstæður þar sem steinullinn hefur verið notuð.

Hitapylsan kemur til landsins í mars og verður til staðar þremur vikum fyrir leik. Samskonar tækni var notuð fyrir umspilið gegn Króatíu í nóvember 2013 en um er að ræða bætta útgáfu núna. Fleiri hitablásarar verða undir hitadúknum núna og völlurinn gæti tekið vel við sér í mars. „Þetta er sterkasta vopnið okkar fyrir leikinn," sagði Kristinn um hitapysluna.

Markmið með hitapylsunni
- Ná bleytunni úr vellinum - minnka rakastig
- Losna við allt frost í jarðvegi
- Ná upp hita í jarðveginum

Kristinn segir einnig möguleika á að taka hitapylsuna niður ef veður er gott og nýta tímann til að undirbúa völlinn fyrir leikinn. Sólarljós getur verið tólf tímar í mars og það getur hjálpað vellinum ef hitastigið er rétt.

Hitapylsan kemur frá Bretlandi og með í för eru fjórir starfsmenn fyrirtækisins sem á hana. Þeir munu vakta hitapylsuna allan sólarhringinn og vera klárir ef eitthvað kemur upp á, til að mynda rafmagnsleysi.

„Aðalatriðið er að gera völlinn eins leikhæfan og hægt er," sagði Kristinn en hann segir að leikflöturinn fyrir leikmenn skipti meira máli en útlitið á grasinu. „Völlurinn verður aldrei iðagrænn eins og í júlí eða ágúst en við munum reyna að hafa hann sem flottastan."

Atriði sem þarf að gera á leikdegi eða fyrr
Dúkur af velli
Rúlla völlinn
Spreyja völinn
Slá völlinn
Mála völlinn
Setja mörkin upp
Setja upp LED auglýsingaskilti
Og margt margt fleira

Einnig þarf að tryggja öryggi áhorfenda, öryggi starfsmanna og öryggi varamanna á leiknum og þessi atriði eru öll til skoðunar að sögn Kristins. Meðal annars þarf að passa upp á að varamenn geti verið með flöt til að hita upp á.

Grasið gæti drepist í maí
Kristinn segir að áhugavert verði að sjá hvað gerist eftir leikinn í mars en í júní eru framundan leikir á Laugardalsvelli.

„Þú vilt ekki starta vexti á grasinu í mars og síðan kemur apríl og mars og þá getur allt drepist. Við erum að svindla á náttúrunni og við fáum útkomuna í apríl og tæklum það þá," sagði Kristinn.

Bjarni Hannesson benti á að árið 2014 náðist að koma Laugardalsvelli í gott ásigkomulag á ný eftir að 99% af grasinu hafði dáið eftir erfiðan frostavetur. „Völlurinn gæti orðið dauður í maí núna en við náum honum til baka í júní," sagði Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner