mið 17. febrúar 2021 09:49 |
|
Mbappe á forsíðurnar á Spáni og í Frakklandi
Kylian Mbappe, sóknarmaður PSG, er áberandi á forsíðum blaða í Frakklandi og Spáni eftir stórleik sinn gegn Barcelona í gær.
Mbappe skoraði þrennu í 4-1 sigri PSG á Nou Camp í gær.
L'Equipe gefur Mbappe 9 af 10 mögulegum í einkunn fyrir leikinn í gærkvöldi.
Á forsíðu blaðsins sést Mbappe stinga Gerard Pique af en sá síðarnefndi var að spila sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði og réði lítið við franska landsliðsmanninn.
Spænska íþróttablaðið AS líkir Mbappe við fellibyl og hann er einnig á forsíðum Marca og El Mundo Deportivo á Spáni.
Hér að neðan má sjá forsíðurnar.
Mbappe skoraði þrennu í 4-1 sigri PSG á Nou Camp í gær.
L'Equipe gefur Mbappe 9 af 10 mögulegum í einkunn fyrir leikinn í gærkvöldi.
Á forsíðu blaðsins sést Mbappe stinga Gerard Pique af en sá síðarnefndi var að spila sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði og réði lítið við franska landsliðsmanninn.
Spænska íþróttablaðið AS líkir Mbappe við fellibyl og hann er einnig á forsíðum Marca og El Mundo Deportivo á Spáni.
Hér að neðan má sjá forsíðurnar.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
12:30