Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fös 17. febrúar 2023 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met þetta sem ágætis byrjun á þessu undirbúningstímabili. Þetta byrjar svolítið núna þegar Lengjubikarinn fer af stað og við fáum gott lið eins og FH í heimsókn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á FH í Lengjubikarnum.


„Undirbúningsmót er undirbúningsmót og það er bara febrúar en það skiptir máli hvernig þessir leikir fara og það skiptir máli að fara langt í Lengjubikarnum upp á taktinn og undirbúninginn fyrir Bestu deildina," sagði Óskar Hrafn.

„Við erum á mjög ólíkum stað. Menn voru mögulega að koma úr viku fríi á sama tíma í fyrra eftir að hafa verið á Atlantic Cup þannig við erum á allt öðrum stað, mér finnst við vera á betri stað, það er betri taktur. Menn eru að koma úr meiðslum, að er búið að vera svolítið um meiðsli, sem auðvitað bara fylgir."

Óskar er ánægður með stöðuna á hópnum.

„Við erum á öðrum stað, það er erfitt að segja til um það á hversu góðum stað maður er. Það kemur í raun ekki í ljós fyrr en við komum inn í alvöruna, mér líður eins og staðan á hópnum sé góð. Við erum búnir að keyra þetta bratt. Við förum að breyta taktinum, minnka hlaup og lyftingar. Við höfum verið á leiðinni upp fjallið og erum að fara niður núna og það er bara spurning hvernig við verðum þegar við komum á jafnsléttu."


Athugasemdir
banner