Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fös 17. febrúar 2023 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met þetta sem ágætis byrjun á þessu undirbúningstímabili. Þetta byrjar svolítið núna þegar Lengjubikarinn fer af stað og við fáum gott lið eins og FH í heimsókn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á FH í Lengjubikarnum.


„Undirbúningsmót er undirbúningsmót og það er bara febrúar en það skiptir máli hvernig þessir leikir fara og það skiptir máli að fara langt í Lengjubikarnum upp á taktinn og undirbúninginn fyrir Bestu deildina," sagði Óskar Hrafn.

„Við erum á mjög ólíkum stað. Menn voru mögulega að koma úr viku fríi á sama tíma í fyrra eftir að hafa verið á Atlantic Cup þannig við erum á allt öðrum stað, mér finnst við vera á betri stað, það er betri taktur. Menn eru að koma úr meiðslum, að er búið að vera svolítið um meiðsli, sem auðvitað bara fylgir."

Óskar er ánægður með stöðuna á hópnum.

„Við erum á öðrum stað, það er erfitt að segja til um það á hversu góðum stað maður er. Það kemur í raun ekki í ljós fyrr en við komum inn í alvöruna, mér líður eins og staðan á hópnum sé góð. Við erum búnir að keyra þetta bratt. Við förum að breyta taktinum, minnka hlaup og lyftingar. Við höfum verið á leiðinni upp fjallið og erum að fara niður núna og það er bara spurning hvernig við verðum þegar við komum á jafnsléttu."


Athugasemdir
banner