Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fös 17. febrúar 2023 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met þetta sem ágætis byrjun á þessu undirbúningstímabili. Þetta byrjar svolítið núna þegar Lengjubikarinn fer af stað og við fáum gott lið eins og FH í heimsókn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á FH í Lengjubikarnum.


„Undirbúningsmót er undirbúningsmót og það er bara febrúar en það skiptir máli hvernig þessir leikir fara og það skiptir máli að fara langt í Lengjubikarnum upp á taktinn og undirbúninginn fyrir Bestu deildina," sagði Óskar Hrafn.

„Við erum á mjög ólíkum stað. Menn voru mögulega að koma úr viku fríi á sama tíma í fyrra eftir að hafa verið á Atlantic Cup þannig við erum á allt öðrum stað, mér finnst við vera á betri stað, það er betri taktur. Menn eru að koma úr meiðslum, að er búið að vera svolítið um meiðsli, sem auðvitað bara fylgir."

Óskar er ánægður með stöðuna á hópnum.

„Við erum á öðrum stað, það er erfitt að segja til um það á hversu góðum stað maður er. Það kemur í raun ekki í ljós fyrr en við komum inn í alvöruna, mér líður eins og staðan á hópnum sé góð. Við erum búnir að keyra þetta bratt. Við förum að breyta taktinum, minnka hlaup og lyftingar. Við höfum verið á leiðinni upp fjallið og erum að fara niður núna og það er bara spurning hvernig við verðum þegar við komum á jafnsléttu."


Athugasemdir