Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fös 17. febrúar 2023 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég met þetta sem ágætis byrjun á þessu undirbúningstímabili. Þetta byrjar svolítið núna þegar Lengjubikarinn fer af stað og við fáum gott lið eins og FH í heimsókn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á FH í Lengjubikarnum.


„Undirbúningsmót er undirbúningsmót og það er bara febrúar en það skiptir máli hvernig þessir leikir fara og það skiptir máli að fara langt í Lengjubikarnum upp á taktinn og undirbúninginn fyrir Bestu deildina," sagði Óskar Hrafn.

„Við erum á mjög ólíkum stað. Menn voru mögulega að koma úr viku fríi á sama tíma í fyrra eftir að hafa verið á Atlantic Cup þannig við erum á allt öðrum stað, mér finnst við vera á betri stað, það er betri taktur. Menn eru að koma úr meiðslum, að er búið að vera svolítið um meiðsli, sem auðvitað bara fylgir."

Óskar er ánægður með stöðuna á hópnum.

„Við erum á öðrum stað, það er erfitt að segja til um það á hversu góðum stað maður er. Það kemur í raun ekki í ljós fyrr en við komum inn í alvöruna, mér líður eins og staðan á hópnum sé góð. Við erum búnir að keyra þetta bratt. Við förum að breyta taktinum, minnka hlaup og lyftingar. Við höfum verið á leiðinni upp fjallið og erum að fara niður núna og það er bara spurning hvernig við verðum þegar við komum á jafnsléttu."


Athugasemdir
banner
banner