Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: ÍR vann Fylki
Óðinn Bjarkason
Óðinn Bjarkason
Mynd: ÍR
Fylkir 2-4 ÍR
Markaskorarar ÍR: Óliver Andri Einarsson x2, Óðinn Bjarkason, Gúndur Ellingsgaard Petersen.
Markaskorari Fylkis: Oliver Napiorkowski x2.

Fylkir og ÍR áttust við í æfingaleik þar sem ÍR hafði betur.

Óliver Andri Einarsson skoraði tvennu, Óðinn Bjarkason, sem gekk til liðs við ÍR frá KR um helgina, skoraði eitt. Þá skoraði æreyingurinn Gúndur Ellingsgaard Petersen einnig en hann er á reynslu hjá liðinu.

Oliver Napiorkowski skoraði bæði mörk Fylkis en hann er fæddur árið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum þegar Fylkir gerði jafntefli gegn Breiðablik í Lengjubikarnum á dögunum.

Bæði liðin leika í Lengjudeildinni næsta sumar en Fylkir féll úr Bestu deildinni síðasta sumar á meðan ÍR komst í umspilið um sæti í Bestu sem nýliði í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner