Michael Carrick verður áfram í starfi hjá Middlesbrough en það er aðeins farið að hitna undir honum eftir dapurt gengi að undanförnu. Það er Sky Sports sem fjallar um málið.
Samkvæmt enska miðlinum þá hefur Carrick fullan stuðning eigandans Steve Gibson þrátt fyrir fjögur töp í röð í deildinni.
Vangaveltur um framtíð Carrick fóru af stað eftir 0-1 tap gegn Watford á heimavelli á laugardag.
Samkvæmt enska miðlinum þá hefur Carrick fullan stuðning eigandans Steve Gibson þrátt fyrir fjögur töp í röð í deildinni.
Vangaveltur um framtíð Carrick fóru af stað eftir 0-1 tap gegn Watford á heimavelli á laugardag.
Boro er í 11. sæti en Gibson hefur trú á því að Carrick nái að snúa gengingu við og nái umspilssæti.
Næsti leikur liðsins verður gegn Bristol City á föstudag.
Á sínum leikmannaferli lék Carrick með West Ham, Tottenham og Manchester United. Hann er 43 ára og hefur verið hjá Boro síðan 2022.
Athugasemdir