Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framkvæmdastjóri Leeds segir mikilvægt að klára tímabilið
Leeds er á toppi Championship-deildarinnar.
Leeds er á toppi Championship-deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Angus Kinnear, framkvæmdastjóri Leeds United, segir það mikilvægt að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni og neðri deildum Englands.

Leeds er á toppi Championship-deildarinnar og gæti mögulega spilað í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, það er að segja ef hægt er að klára tímabilið.

Enski boltinn, sem og í fótbolti í öðrum löndum, hefur verið stöðvaður út af kórónuveirunni.

„Frá okkar sjónarhorni er það mikilvægt að tímabilið verði klárað," sagði Kinnear við Sky Sports. „Sú tilfinning að það sé rétt að gera það fer vaxandi hjá fótboltafjölskyldunni."

Kinnear nefnir að það sé mikilvægt fyrir fjárhagslegt öryggi félaga að klára tímabilið og spila þá leiki sem eftir eru.

Karren Brady, varaformaður West Ham, skrifaði pistil í The Sun um liðna helgi. Hún vill ekki klára tímabilið. Þess má geta að West Ham er í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Félög í Championship tilbúin í málaferli
Athugasemdir
banner
banner
banner