Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mið 17. mars 2021 21:05
Aksentije Milisic
Rashford: Sigur í Evrópudeildinni bjargar tímabilinu
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, segir að ef United vinni ekki Evrópudeildina, þá verður þetta tímabil vonbrigði.

United gerði 1-1 jafntefli gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem gestirnir jöfnuðu metin í uppbótartímanum.

Þá mætir liðið Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins um næstu helgi og því mikið undir á næstu dögum hjá United. Rashford segir að liðið verið hreinlega að fara vinna titla.

„Markmiðið er að vinna Evrópudeildina af því að við duttum úr leik í Meistaradeildinni. Ef það tekst ekki, þá verður enginn hjá félaginu ánægður."

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, fékk góðar fréttir í vikunni en þeir Paul Pogba og David De Gea eru að verða aftur klárir í slaginn. Edinson Cavani átti að ferðast með til Ítalíu en hann fann fyrir eymslum á æfingu og fór því ekki með.
Athugasemdir