Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 17. mars 2021 12:35
Elvar Geir Magnússon
Spennandi ungstirni í þýska hópnum gegn Íslandi
Icelandair
Joachim Löw landsliðsþjálfari Þýskalands mun í lok vikunnar opinbera landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni.

Hann hefur staðfest að táningarnir Jamal Musiala úr Bayern München og Florian Wirtz úr Bayer Leverkusen verði í hópnum.

Musiala er 18 ára og gat valið milli þess að spila fyrir England eða Þýskaland. Hann valdi Þýskaland á dögunum. Ótrúlega hæfileikaríkur sóknarleikmaður sem hefur skorað þrjú mörk í þýsku deildinni á tímabilinu og eitt í Meistaradeildinni.

Wirtz er 17 ára sóknarmiðjumaður sem hefur skorað fjögur mörk og átt fimm stoðsendingar í 21 leik í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Þýskaland og Ísland mætast á fimmtudaginn í næstu viku, í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner