Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fös 17. mars 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Enn sannfærðari um að Kompany verði stjóri City
Kompany styttan fyrir utan Etihad.
Kompany styttan fyrir utan Etihad.
Mynd: Getty Images
Fyrir utan Etihad leikvanginn, heimavöll Manchester City, má finna styttu af Vincent Kompany fyrrum leikmanni liðsins. Kompany er nú að stýra Burnley sem er á hraðri leið upp í ensku úrvalsdeildina.

City og Burnley mætast í 8-liða úrslit bikarsins um helgina og á fréttamannafundi í morgun sagðist Pep Guardiola, núverandi stjóri City, sannfærður um að Kompany muni sitja í sínu sæti í Manchester einn daginn.

„Eftir að hafa skoðað liðið hans er ég enn sannfærðari um að hann komi aftur hingað. Hvenær veit ég ekki, en það mun gerast," segir Guardiola sem talaði einnig um það fyrir nokkrum vikum að það væri skrifað í skýin að Kompany yrði stjóri City.

Kompany hefur kollvarpað hugmyndafræði Burnley með góðum árangri og liðið þykir spila fantagóðan fótbolta.

Jóhann Berg Guðmundsson er lykilmaður hjá Burnley eins og lesendur vita en leikur Manchester City og Burnley verður á morgun klukkan 17:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner