Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 17. mars 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvíst hvenær Jordan Smylie snýr aftur eftir aðgerð
Ástralski framherjinn fór í aðgerð.
Ástralski framherjinn fór í aðgerð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralski framherjinn sem Keflavík fékk í vetur, Jordan Smylie, gekkst í vikunni undir aðgerð á liðþófa. Ljóst er að hann verður frá í einhverjar vikur, en óvissa hvenær hann nákvæmlega getur snúið aftur á völlin.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sagði við Fótbolta.net að ómögulegt væri að segja nákvæmlega hvenær Smylie snýr aftur en að hann gæti verið frá fótbolta í um sex vikur.

Smylie er 23 ára gamall og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Keflavík í 4-5 útisigri gegn Fjölni í Lengjubikarnum. Það mark skoraði hann úr vítaspyrnu.

„Við erum kannski líka svolítið fáliðaðir í framherjastöðunni, Jordan Smylie er núna að fara í skoðun, gæti verið með rifinn liðþófa," sagði Siggi Raggi í viðtali á dögunum. Hann sagði ekki útilokað að Keflavík myndi gera eitthvað meira á markaðnum. „Sérstaklega ekki á meðan óvissa er með Jordan."

Frá því viðtalið var tekið hefur Marley Blair gengið í raðir Keflavíkur.

Athugasemdir
banner
banner