Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. apríl 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir vildi ekki tjá sig um Hannes: Er ekki komið 2022?
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana á hilluna á dögunum.

Hannes lék 77 landsleiki fyrir Ísland og er án nokkurs vafa besti markvörður í sögu landsliðsins. Hann varði mark Íslands á EM í Frakklandi 2016 og á HM í Rússlandi 2018.

Hannes er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti og varð Íslandsmeistari með KR tvívegis og Val einu sinni. Hans síðasta tímabil á ferlinum var í treyju Valsmanna í efstu deild í fyrra.

Valur ákvað að rifta samningi við Hannes. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur í þættinum Chess After Dark og var spurður frekar út í þessa ákvörðun. Hann hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um það hvað liggur að baki þessari ákvörðun og ætlar ekki að gera það að því virðist vera.

„Er ekki komið 2022? Við lítum fram veginn," sagði Heimir og vildi ekki segja neitt meira.

Rúnar vildi ekki fórna Beiti
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa rætt við Hannes eftir að það var ljóst að hann yrði ekki áfram hjá Val. Hann hafi hins vegar ákveðið að það væri best að halda áfram með Beiti í markinu.

„Við töluðum saman, ég og Hannes. Við veltum þessu fyrir okkur, en töldum það ekki rétt í stöðunni. Við erum búnir að sækja Aron Snæ úr Fylki og erum með Beiti. Hannes er frábær markvörður, en Beitir er búinn að þjóna okkur ofboðslega vel. Ég var ekki að fara að fórna honum fyrir Hannes," sagði Rúnar í Chess After Dark.

„Með allri virðingu fyrir Hannesi og hans getu, þá vildi ég ekki vera að hrófla of mikið við hlutunum. Ég vildi halda mig við Beiti."



Athugasemdir
banner
banner
banner