Thomas Tuchel, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið með þrumuskalla í 1-0 sigrinum á Arsenal og er því ljóst að Bayern mætir Manchester City eða Real Madrid í undnaúrslitum.
Tuchel, sem mun hætta eftir tímabilið, hefur nú komið þremur liðum í undanúrslit keppninnar, en hann komst í úrslit með bæði Chelsea og Paris Saint-Germain.
Hann er eini Þjóðverjinn sem hefur afrekað það að fara með þremur liðum í undanúrslit en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur farið þrisvar sinnum í úrslit með Liverpool og einu sinni með Borussia Dortmund.
Jupp Heynckes vann keppnina með bæði Bayern München og Real Madrid á þjálfaraferli sínum.
3 – Thomas Tuchel is the first German coach to reach the semifinals of the Champions League with three different clubs (PSG, Chelsea and Bayern Munich). Globetrotter. #FCBARS #CL pic.twitter.com/SkI3RTKPsH
— OptaFranz (@OptaFranz) April 17, 2024
Athugasemdir