Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, var í sjónvarpsverinu hjá Amazon Prime á þriðjudagskvöldið, þegar Aston Villa vann 3-2 gegn PSG og var slegið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Rashford átti mjög góðan leik gegn PSG og hrósaði Rooney honum í hástert.
„Ég verð að hrósa Marcus Rashford, mér fannst hann stórkostlegur í þessum leik. Hann býr yfir mögnuðum gæðum og ég vona að hann muni spila aftur fyrir Manchester United eftir tímabilið," sagði Rooney.
„Allir stuðningsmenn Man Utd vilja sjá hann gera vel fyrir félagið. Hann sjálfur elskar Manchester United og vill gera góða hluti með liðinu, það er 100 prósent. Hann er uppalinn í borginni og hefur alla tíð haldið með félaginu.
„Í fullkomnum heimi myndi Rashford snúa aftur til Manchester og verða ein af goðsögnum félagsins. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt, en þetta er það sem ég og fleiri viljum sjá."
Rashford hefur komið að 9 mörkum í 15 leikjum frá komu sinni til Aston Villa.
Athugasemdir