Liverpool hefur tilkynnt nýjan samning við varnarjaxlinn öfluga Virgil van Dijk.
Van Dijk, sem verður 34 ára gamall í sumar, hefur verið lykilleikmaður í ógnarsterku liði Liverpool undanfarin sjö ár. Hann var orðinn smeykur um að renna út á samningi í sumar, líkt og Mohamed Salah sem skrifaði einnig undir samning á dögunum.
Ekki er greint frá því hversu langir samningarnir eru, en talið er að þeir gildi næstu tvö árin.
Van Dijk hefur spilað yfir 300 leiki á dvöl sinni hjá Liverpool og er gífurlega mikilvægur hlekkur í hjarta varnarinnar þrátt fyrir hækkandi aldur.
Það er því ljóst að Salah og Van Dijk verða áfram, en allt bendir til þess að Trent Alexander-Arnold fari til Real Madrid á frjálsri sölu.
If you know, you know... pic.twitter.com/s9TrcSjWtQ
— Liverpool FC (@LFC) April 17, 2025
Athugasemdir