Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir vill byggja nýjan völl hjá Egilshöll
Inn í Egilshöll.
Inn í Egilshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur áhuga á því að byggja upp nýjan keppnisvöll sem mun standa við Egilshöll.

Þetta mál er inn á borði Reykjavíkurborgar.

„Heimvöllur félagsins í Dalhúsum uppfyllir ekki kröfur KSÍ til keppnisvalla í efstu deild og hefur Fjölnir verið með undanþágu í fjölda ára og óvíst hve lengi það verður áfram," segja Fjölnismenn.

Ásamt því að búa til fótboltaaðstöðu er stefnt á það að móta aðstöðu til heilsueflingar og margvíslegra íþrótta.

Núverandi gervigrasvelli við Egilshöll verði endurnýjaður og honum snúið um 90 gráður. Völlurinn verður með lýsingu og vökvunarkerfi, og við hann verður 1000-1500 manna stúka.

Hægt er að lesa nánar um þetta allt með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner