Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 13:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Leikmenn KR og KA verstu kaupin - „Velur börn frekar en hann“
Alex Þór Hauksson fer ekki vel af stað hjá KR.
Alex Þór Hauksson fer ekki vel af stað hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um bestu og verstu 'kaupin' fyrir þetta tímabil í Bestu deildinni.

Baldvin Borgarsson, sérfræðingur þáttarins, velur miðjumanninn Alex Þór Hauksson sem kom í KR frá Öster sem verstu kaupin.

„Mér finnst hann ekki koma með neitt að borðinu fyrir þetta lið, hann er ekki áberandi og er ekki að verja vörnina vel. Ég sé hann ekki skipta neinum sköpum með boltann. Hann er rándýr, það var slegist um hann þegar hann kom úr atvinnumennsku," segir Baldvin.

Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net fór hinsvegar norður þegar hann valdi verstu kaupin.

„Miðað við væntingar er Viðar Örn Kjartansson langverstu kaupin í deildinni. Gæinn kemst ekki einu sinni í hóp hjá KA. Það hlýtur að vera einhver önnur ástæða en að hann hafi ekki staðið sig vel á æfingum fyrir því að hann hefur ekki verið í hóp," segir Sölvi og Baldvin bætir við:

„Haddi er að velja börn í hópinn en ekki Viðar Örn Kjartansson. Fyrir mér segir það allt sem segja þarf. Þarna er bara brotið samband. Af hverju ætti KA að hafa hann á launaskrá þegar hann kemur ekki með neitt að borðinu," segir Baldvin sem býst við því að Viðar yfirgefi KA þegar glugginn opnar í júlí.

Meðal annarra sem voru nefndir í umræðunni eru Benjamin Stokke í Breiðablik, Dusan Brkovic í FH, Guy Smit í KR, Bjarni Mark í Val og George Nunn í HK.
Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Athugasemdir
banner
banner
banner