29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 17. júlí 2022 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Stundum þarf maður bara að vera sterkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér fannst við spila mjög vel í dag og ég er bara stoltur af liðinu. Við erum að spila við besta lið landsins sem er með frábæra hugmyndafræði og frábæra leikmenn.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um viðbrögð sín eftir 3-2 tap Keflavíkur gegn Breiðablik í Keflavík í kvöld þar sem sigurmark Breiðabliks kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Sigðurður bætti svo við um leik sinna manna í dag og hvað það var sem réði úrslitum.

„Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik en þegar fór að líða á leikinn settu þeir okkur undir mikla pressu. Stundum þarf maður bara að vera sterkur og standast ágjöf en við náðum því ekki í dag og mér fannst þetta mjög soft víti sem þeir fengu í restina og náðu að stela sigri fannst mér.“

Keflavíkurliðið var óhrætt lengst af leik að setja pressu á Blika og uppskáru vel. Fannst Sigurði kannski fullmikil orka fara í það sem hefði getað nýst liðinu varnarlega í restina?

„Við erum komnir í stöðuna 2-1 og erum að spila mjög vel og skynsamlega. Breiðablik er mjög taktískt lið og "physical" líka og spila góðan fótbolta og boltinn gengur hratt á milli manna og þú verður að vera með þitt hlutverk á hreinu enda hafa þeir ekki tapað mörgum stigum í sumar. En við höfðum alla burði til þess að taka að minnsta kosti eitt stig hér í dag.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner