Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 17. júlí 2022 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Stundum þarf maður bara að vera sterkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér fannst við spila mjög vel í dag og ég er bara stoltur af liðinu. Við erum að spila við besta lið landsins sem er með frábæra hugmyndafræði og frábæra leikmenn.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um viðbrögð sín eftir 3-2 tap Keflavíkur gegn Breiðablik í Keflavík í kvöld þar sem sigurmark Breiðabliks kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Sigðurður bætti svo við um leik sinna manna í dag og hvað það var sem réði úrslitum.

„Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik en þegar fór að líða á leikinn settu þeir okkur undir mikla pressu. Stundum þarf maður bara að vera sterkur og standast ágjöf en við náðum því ekki í dag og mér fannst þetta mjög soft víti sem þeir fengu í restina og náðu að stela sigri fannst mér.“

Keflavíkurliðið var óhrætt lengst af leik að setja pressu á Blika og uppskáru vel. Fannst Sigurði kannski fullmikil orka fara í það sem hefði getað nýst liðinu varnarlega í restina?

„Við erum komnir í stöðuna 2-1 og erum að spila mjög vel og skynsamlega. Breiðablik er mjög taktískt lið og "physical" líka og spila góðan fótbolta og boltinn gengur hratt á milli manna og þú verður að vera með þitt hlutverk á hreinu enda hafa þeir ekki tapað mörgum stigum í sumar. En við höfðum alla burði til þess að taka að minnsta kosti eitt stig hér í dag.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner