Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 17. júlí 2022 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Stundum þarf maður bara að vera sterkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér fannst við spila mjög vel í dag og ég er bara stoltur af liðinu. Við erum að spila við besta lið landsins sem er með frábæra hugmyndafræði og frábæra leikmenn.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um viðbrögð sín eftir 3-2 tap Keflavíkur gegn Breiðablik í Keflavík í kvöld þar sem sigurmark Breiðabliks kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Sigðurður bætti svo við um leik sinna manna í dag og hvað það var sem réði úrslitum.

„Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik en þegar fór að líða á leikinn settu þeir okkur undir mikla pressu. Stundum þarf maður bara að vera sterkur og standast ágjöf en við náðum því ekki í dag og mér fannst þetta mjög soft víti sem þeir fengu í restina og náðu að stela sigri fannst mér.“

Keflavíkurliðið var óhrætt lengst af leik að setja pressu á Blika og uppskáru vel. Fannst Sigurði kannski fullmikil orka fara í það sem hefði getað nýst liðinu varnarlega í restina?

„Við erum komnir í stöðuna 2-1 og erum að spila mjög vel og skynsamlega. Breiðablik er mjög taktískt lið og "physical" líka og spila góðan fótbolta og boltinn gengur hratt á milli manna og þú verður að vera með þitt hlutverk á hreinu enda hafa þeir ekki tapað mörgum stigum í sumar. En við höfðum alla burði til þess að taka að minnsta kosti eitt stig hér í dag.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner