Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 17. júlí 2022 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Stundum þarf maður bara að vera sterkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér fannst við spila mjög vel í dag og ég er bara stoltur af liðinu. Við erum að spila við besta lið landsins sem er með frábæra hugmyndafræði og frábæra leikmenn.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um viðbrögð sín eftir 3-2 tap Keflavíkur gegn Breiðablik í Keflavík í kvöld þar sem sigurmark Breiðabliks kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Breiðablik

Sigðurður bætti svo við um leik sinna manna í dag og hvað það var sem réði úrslitum.

„Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik en þegar fór að líða á leikinn settu þeir okkur undir mikla pressu. Stundum þarf maður bara að vera sterkur og standast ágjöf en við náðum því ekki í dag og mér fannst þetta mjög soft víti sem þeir fengu í restina og náðu að stela sigri fannst mér.“

Keflavíkurliðið var óhrætt lengst af leik að setja pressu á Blika og uppskáru vel. Fannst Sigurði kannski fullmikil orka fara í það sem hefði getað nýst liðinu varnarlega í restina?

„Við erum komnir í stöðuna 2-1 og erum að spila mjög vel og skynsamlega. Breiðablik er mjög taktískt lið og "physical" líka og spila góðan fótbolta og boltinn gengur hratt á milli manna og þú verður að vera með þitt hlutverk á hreinu enda hafa þeir ekki tapað mörgum stigum í sumar. En við höfðum alla burði til þess að taka að minnsta kosti eitt stig hér í dag.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir