Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 17. júlí 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Sextán ára skoraði í stórsigri Tottenham - Þægilegt hjá Aston Villa
Hinn 16 ára gamli Mikey Moore fagnar marki sínu
Hinn 16 ára gamli Mikey Moore fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Morgan Rogers skoraði tvö fyrir Aston Villa
Morgan Rogers skoraði tvö fyrir Aston Villa
Mynd: Getty Images
Tottenham Hotspur byrjar undirbúningstímabilið vel en liðið vann öruggan 5-1 sigur á skoska liðinu Hearts á Tynecastle Park í Edinborg í kvöld.

Brennan Johnson skoraði eina mark Tottenham í fyrri hálfleiknum en það gerði hann eftir stoðsendingu James Maddison.

Í hálfleik gerði Ange Postecoglou ellefu breytingar á liði sínu og kom sænska undrabarnið Lucas Bergvall þar við sögu. Hann var keyptur í febrúar en gekk formlega til liðs við félagið í sumar.

Englendingurinn Will Lankshear skoraði annað mark Tottenham eftir undirbúning Djed Spence. Lankshear hefur síðustu ár spilað með yngri liðum Tottenham en á enn eftir að spila keppnisleik fyrir aðalliðið.

Hinn 16 ára gamli Mikey Moore gerði þriðja markið á 66. mínútu eftir stoðsendingu Bergvall og þá gerði Spence fjórða markið eftir undirbúning Timo Werner.

Fimmta og síðasta mark Tottenham var sjálfsmark. Næst mætir Tottenham liði QPR en sá leikur fer fram á laugardag.

Morgan Rogers gerði þá tvö mörk í 3-0 sigri Aston Villa á Walsall á Bescot-leikvanginum í Walsall.

Bæði mörk Rogers komu í fyrri hálfleiknum en Louie Barry gerði þriðja markið undir lok leiks.

Úrslit og markaskorarar:

Walsall 0 - 3 Aston Villa
0-1 Morgan Rogers ('21 )
0-2 Morgan Rogers ('36 )
0-3 Louie Barry ('90 )

Hearts 1 - 5 Tottenham
0-1 Brennan Johnson ('39 )
1-1 Lawrence Shankland ('46 )
1-2 Will Lankshear ('55 )
1-3 Mikey Moore ('66 )
1-4 Djed Spence ('72 )
1-5 Lewis Neilson ('90, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner