Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukar fá tvo úr deildunum fyrir ofan (Staðfest)
Guðmundur Axel einbeittur á svip.
Guðmundur Axel einbeittur á svip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar, sem spila í 2. deild, hafa fengið tvo lánsmenn strax eftir að glugginn opnaði og eru þeir þegar komnir með leikheimild fyrir leikinn gegn Völsungi í Fótbolti.net bikarnum í kvöld.

Framherjinn stóri og stæðilegi Guðmundur Axel Hilmarsson er kominn á láni frá Lengjudeildarliði Þróttar. Guðmundur er 23 ára og kom einungis við sögu í fjórum leikjum með Þrótti fyrri hluta tímabilsins. Hann lék á sínum tíma 15 leiki fyrir unglingalandsliðin.

Ian Jeffs, þjálfari Hauka, þekkir vel til Guðmundar þar sem Jeffsy þjálfaði Þrótt áður en hann tók við Haukum síðasta vetur.

Þá hafa Haukar fengið Andra Má Harðarson á láni frá HK. Andri kom við sögu í einum leik í Bestu deildinni fyrri hluta tímabilsins en hann hefur síðustu tímabil leikið með Ými sem er venslafélag HK.

Félagaskiptaglugginn opnaði í dag og verður opinn út 13. ágúst.

Haukar sitja í 5. sæti 2. deildar, átta stigum á eftir KFA sem er í öðru sætinu. Leikurinn gegn Völsungi hefst klukkan 18:00 og verður leikið á BIRTU vellinum í Hafnarfirði.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 22 16 3 3 51 - 27 +24 51
2.    Völsungur 22 13 4 5 50 - 29 +21 43
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 58 - 33 +25 42
4.    Víkingur Ó. 22 12 6 4 50 - 30 +20 42
5.    KFA 22 11 2 9 52 - 46 +6 35
6.    Haukar 22 9 3 10 40 - 42 -2 30
7.    Höttur/Huginn 22 9 3 10 41 - 50 -9 30
8.    Ægir 22 6 7 9 29 - 35 -6 25
9.    KFG 22 6 5 11 38 - 43 -5 23
10.    Kormákur/Hvöt 22 5 4 13 19 - 42 -23 19
11.    KF 22 5 3 14 26 - 50 -24 18
12.    Reynir S. 22 4 3 15 28 - 55 -27 15
Athugasemdir
banner
banner