Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. ágúst 2021 12:40
Innkastið
Bestur í 17. umferð - Fékk bögg úr stúkunni allan leikinn en efldist bara við það
Kristall Máni Ingason (Víkingur)
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings.
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður sér það ekki alltaf á honum að hann sé þetta ungur. Hann er hrokafullur inni á velli og ég dýrka að horfa á það. Áður en hann skoraði þetta fyrsta mark var hann búinn að öskra svona sex sinnum á Niko um að fá boltann frá honum. Bæði þessi slútt eru eins og hann hafi skorað 30 mörk á tímabilinu," segir Sverrir Mar Smárason um Kristal Mána Ingason í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Kristall hefur verið afskaplega góður að undanförnu og skoraði tvö fyrri mörk Víkings í 3-0 sigri gegn Fylki í gær. Hann er leikmaður 17. umferðar í Pepsi Max-deildinni.

„Takk Fylkisstuðningsmenn fyrir peppið og lögin," skrifaði Kristall á Twitter en áhorfendur á bandi heimamanna voru með bögg í hans skarð nánast allan leikinn. Það virkaði eins og olía á eldinn og Kristall lék frábærlega.

Sjá einnig:
Úrvalslið 17. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

„Þeir sungu eitthvað um að Kristall væri að drekka um helgar og að hann sökki á TikTok. Þetta var eiginlega það eina sem þeir sögðu allan leikinn fyrir utan Fylkir 'klapp klapp klapp'," segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Þegar hann var búinn að skora annað mark sitt og Fylkismenn gátu ekki klukkað hann með priki, hann var svo miklu betri en þeir, þá héldu stuðningsmennirnir áfram. Það var eins og þeir væru að biðja hann um að skora þrennu."

„Þetta er akkúrat ekki gæinn sem þú átt eitthvað að vera að æsa í," bætir Sverrir við.

„Til að undirstrika hvað hann var góður í þessum leik, allar snertingar og hlaup, hann var yfirburðarmaður í vellinum og hefur verið jafnbesti leikmaður Víkings síðustu fjóra til fimm leiki. Ef hann væri búinn að setja aðeins fleiri mörk væri hann í umræðunni sem besti leikmaður síðustu umferða," segir Tómas.

Elvar Geir Magnússon segir það líka kolrangt að Kristall sé lélegur á TikTok. „Ég fór í rannsóknarvinnu og náði í TikTok og skoðaði Kristal þar. Þetta er kolrangt hjá stuðningsmönnum Fylkis, hann er bara mjög skemmtilegur á TikTok!" sagði Elvar.

Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Kristal eftir leik í gær.

Leikmenn umferðarinnar:
16. umferð: Manga Escobar (Leiknir)
15. umferð: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
14. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Kristall: Klára tímabilið með Víking og sjáum svo
Innkastið - Reiði, rauð spjöld og TikTok skot úr stúkunni
Athugasemdir
banner
banner