Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. ágúst 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Aldrei spurning um að virkja ákvæðið hjá Welbeck
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton, hefur miklar mætur á sóknarmanni sínum Danny Welbeck.


Welbeck er góður fótboltamaður, hann er stór, sterkur og snöggur, tekur góð hlaup og er góður á boltanum. Það sem hefur vantað hjá honum eru gæðin til að klára færi eða binda enda á sóknir með stoðsendingum.

Brighton hefur farið vel af stað á nýju úrvalsdeildartímabili og er með fjögur stig eftir tvær umferðir. Welbeck tókst ekki að skora í fyrstu leikjunum þrátt fyrir nokkur færi.

Welbeck er 31 árs og var samningur hans að renna út í sumar en Brighton nýtti sér ákvæði til að framlengja um eitt ár í viðbót.

„Ég hafði aldrei neinar efasemdir um hvort við ættum að virkja þetta ákvæði. Við bjuggumst aldrei við því að missa Welbeck úr hópnum, það var aldrei nein spurning um hvort við myndum virkja þetta ákvæði" sagði Potter.

„Þetta er frábær atvinnumaður jafnt innan sem utan vallar og hann er mikilvægur partur af hópnum hérna. 

„Þegar honum líður vel og hann nær að halda sér heilum þá spilar hann frábæran fótbolta. Við erum mjög ánægðir með hann og þurfum að gera okkar besta til að hjálpa honum að vera áfram á þessum stað bæði líkamlega og andlega í sem lengstan tíma."


Athugasemdir
banner
banner
banner