Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 17. september 2018 18:53
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi-kvenna: Breiðablik Íslandsmeistari (Staðfest)
Breiðablik er núna handahafi tveggja stærstlu titlanna í kvennaboltanum
Breiðablik er núna handahafi tveggja stærstlu titlanna í kvennaboltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fellur með FH.
Grindavík fellur með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna í leikslok í kvöld.
Blikar fagna í leikslok í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu lauk heilli umferð í Pepsi-deild kvenna, næst síðustu umferð deildarinnar, og það dró aldeilis til tíðinda en Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Selfyssingum. Til hamingju Breiðablik!

Selfyssingar komust yfir í fyrri hálfleik en Blikastelpur komu ferskar út í þann síðari og skoruðu tvívegis strax í byrjun síðari hálfleiks. Þær bættu síðan öðru marki við og unnu leikinn 3-1. Breiðablik er því bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari 2018.

Það voru þó ekki einu stóru úrslit kvöldsins en KR vann Grindavík 2-1 sem þýðir það að lið Grindavíkur er fallið ásamt FH. KR heldur sér uppi í deildinni.

ÍBV köldróg nýliða HK/Víkings 5-1 þar sem Cloe Lacasse gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu. HK/Víkingur eru þó öruggar með sætið sitt í Pepsi að ári.

Stjörnustelpur heimsóttu nágranna sína í Hafnafirði unnu góðan útisigur á föllnum FH-ingum. FH-ingar komust yfir í leiknum en eftir það komust þær bláklæddu á skrið og FH sá aldrei til sólar.

Þór/KA, helstu keppinautar Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn, fóru síðan illa með Val og tryggðu sér endanlega 2. sæti deildarinnar eftir 4-1 sigur.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

KR 2 - 1 Grindavík
1-0 Katrín Ómarsdóttir ('19 )
2-0 Ingunn Haraldsóttir ('89 )
2-1 Rio Hardy ('90 )
Lestu nánar um leikinn

ÍBV 5 - 1 HK/Víkingur
1-0 Cloé Lacasse ('14 )
2-0 Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('20 )
3-0 Cloé Lacasse ('22 )
4-0 Cloé Lacasse ('45 )
4-1 Karólína Jack ('49 )
5-1 Cloé Lacasse ('56 )
Rautt spjald: Fatma Kara, HK/Víkingur ('85)
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik 3 - 1 Selfoss
0-1 Grace Rapp ('23 )
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('49 )
2-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('52 )
3-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('72 )
Lestu nánar um leikinn

FH 1 - 4 Stjarnan
1-0 Diljá Ýr Zomers ('25 )
1-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('27 )
1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir ('33 )
1-3 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('83 )
1-4 Sigrún Ella Einarsdóttir ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Þór/KA 4 - 1 Valur
1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('17 )
2-0 Sandra María Jessen ('50 )
2-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('52 )
3-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('78 )
4-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('80 )
Lestu nánar um leikinn



Athugasemdir
banner
banner
banner