Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. september 2019 13:25
Fótbolti.net
Tómas Þór: Yrði afrek að fara niður með Þrótt
Þróttur gæti fallið á laugardaginn.
Þróttur gæti fallið á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar.
Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þróttur er að fara að falla úr Inkasso-deildinni. Hafið þið pælt í því? Af hverju ættu þeir að fara að vinna leik núna?" segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður í nýjasta Innkastinu.

Eftir sex tapleiki í röð er Þróttur komið í fallsæti fyrir lokaumferð Inkasso-deildarinnar. Liðið fær Aftureldingu í heimsókn á laugardaginn en Mosfellingar eru einnig að berjast fyrir lífi sínu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Það hefur gustað um Þróttara og Þórhallur Siggeirsson, ungur þjálfari liðsins, fengið gagnrýni.

„Maður hefur heyrt að Þórhallur sé óviss með eigin pælingar. Það er víst mjög skrítið andrúmsloft. Þórhallur fékk vissulega lítinn tíma á undirbúningstímabilinu en á að vera kominn með sitt handbragð á liðið og kannski er hans handbragð ekki betra en þetta. Hann er flottur yngri flokka þjálfari og það er fullt af mönnum sem hafa enn trú á honum," segir Tómas.

„Þetta er Þróttur. Í þessari Inkasso-deild þar sem allir og enginn fá að vera með. Þróttur er Reykjavíkur-klúbbur með sögu. Þetta er eitt stærsta fall sem maður hefur séð. Það yrði afrek að fella Þrótt með þetta lið og í þessari deild. Deildin er skemmtileg en hún er ekki góð. Þróttur á ekki að falla úr þessari deild."


Innkastið - Meistaraþáttur og þjálfaraslúður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner