Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. september 2021 18:41
Victor Pálsson
Southgate vill sjá fleiri konur - Aðeins tvær í vinnu
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, væri til í fleiri konur í þjálfarateymi enska landsliðsins.

Það starfa um 40 manns hjá enska landsliðinu sem komst alla leið í úrslitaleik EM í sumar en tapaði þar gegn Ítalíu.

Southgate telur að fleiri kvennmenn geti látið gott að sér leiða í starfi hjá landsliðinu og bendir einnig á að hlutfallið sé mun betra hjá enska knattspyrnusambandinu.

„Ég þjálfa lið dóttur minnar og metnaðurinn er mikill," sagði Southgate en aðeins tvær konur eru í starfi hjá karlalandsliðinu.

„Við erum með einhverjar konur sem vinna með liðinu en ekki nóg. Það eru 40 aðilar sem koma að liðinu svo talan er ekki nógu há."

„Í búi knattspyrnusambandsins þá er þetta fjölbreytt, 38 prósent konur."
Athugasemdir
banner
banner
banner