Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   lau 17. september 2022 17:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ágúst Gylfason: Markmiðið var að enda í efri hlutanum
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður vinnusigur og kærkominn sigur fyrir okkur. Við höfum beðið eftir þessu lengi og við gerðum bara vel í dag. Vorum þéttir og gáfum lítið af færum á okkur. Vinnum sigurinn með liðsheild og vinnusemi. Að mínu mati eigum við þetta skilið og eigum skilið að vera í efri hlutanum. Það var fyrsta markmiðið." Segir Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á FH í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Fyrir þennan leik hafði Stjarnan tapað 5 leikjum í röð og mikil umræða var kominn af stað um slakt gengi Garðbæinga.

„ Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki og við vitum það. 5 leikir í röð án sigurs var vont fyrir sálina og því mun kærkomnara og ljúfara var að fá sigur í dag.

Pressa var á Stjörnunni að klára leikinn í dag en með tapi hefði liðið fallið niður í neðra hlutann fyrir tvískiptinguna.

"Þetta var kærkomið. Það var fullt af skemmtilegum leikjum í dag og þannig á þetta að vera í fótbolta. Fullt af leikjum í neðri deildum og svona. Frábært veður og skemmtilegur dagur og það er gott að vera í efra hlutanum. Það var það sem skipti öllu máli."

Nýlega hefur verið orðrómur um að Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson aðstoðarþjálfari hans séu ekki par sáttir við samstarf sitt.

„Ég er búinn að svara nokkrum sinnum fyrir það og ég hlæ nú bara að því. Við erum frábærir félagar og vinnum mjög vel saman. Eins og ég sagði áðan eigum við skilið að vera í efri hlutanum. Við erum flott teymi.

Framundan hjá Garðbæingum eru 5 leikir á móti bestu liðum landsins.

„Áfram gakk. Það eru fimm frábærir leikir framundan en núna fáum við tveggja vikna frí þannig að við komum sterkir til baka 2. október í skemmtilega úrslitakeppni"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir