Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 17. september 2022 17:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ágúst Gylfason: Markmiðið var að enda í efri hlutanum
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður vinnusigur og kærkominn sigur fyrir okkur. Við höfum beðið eftir þessu lengi og við gerðum bara vel í dag. Vorum þéttir og gáfum lítið af færum á okkur. Vinnum sigurinn með liðsheild og vinnusemi. Að mínu mati eigum við þetta skilið og eigum skilið að vera í efri hlutanum. Það var fyrsta markmiðið." Segir Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á FH í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Fyrir þennan leik hafði Stjarnan tapað 5 leikjum í röð og mikil umræða var kominn af stað um slakt gengi Garðbæinga.

„ Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki og við vitum það. 5 leikir í röð án sigurs var vont fyrir sálina og því mun kærkomnara og ljúfara var að fá sigur í dag.

Pressa var á Stjörnunni að klára leikinn í dag en með tapi hefði liðið fallið niður í neðra hlutann fyrir tvískiptinguna.

"Þetta var kærkomið. Það var fullt af skemmtilegum leikjum í dag og þannig á þetta að vera í fótbolta. Fullt af leikjum í neðri deildum og svona. Frábært veður og skemmtilegur dagur og það er gott að vera í efra hlutanum. Það var það sem skipti öllu máli."

Nýlega hefur verið orðrómur um að Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson aðstoðarþjálfari hans séu ekki par sáttir við samstarf sitt.

„Ég er búinn að svara nokkrum sinnum fyrir það og ég hlæ nú bara að því. Við erum frábærir félagar og vinnum mjög vel saman. Eins og ég sagði áðan eigum við skilið að vera í efri hlutanum. Við erum flott teymi.

Framundan hjá Garðbæingum eru 5 leikir á móti bestu liðum landsins.

„Áfram gakk. Það eru fimm frábærir leikir framundan en núna fáum við tveggja vikna frí þannig að við komum sterkir til baka 2. október í skemmtilega úrslitakeppni"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner