Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 17. september 2022 17:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ágúst Gylfason: Markmiðið var að enda í efri hlutanum
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður vinnusigur og kærkominn sigur fyrir okkur. Við höfum beðið eftir þessu lengi og við gerðum bara vel í dag. Vorum þéttir og gáfum lítið af færum á okkur. Vinnum sigurinn með liðsheild og vinnusemi. Að mínu mati eigum við þetta skilið og eigum skilið að vera í efri hlutanum. Það var fyrsta markmiðið." Segir Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á FH í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Fyrir þennan leik hafði Stjarnan tapað 5 leikjum í röð og mikil umræða var kominn af stað um slakt gengi Garðbæinga.

„ Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki og við vitum það. 5 leikir í röð án sigurs var vont fyrir sálina og því mun kærkomnara og ljúfara var að fá sigur í dag.

Pressa var á Stjörnunni að klára leikinn í dag en með tapi hefði liðið fallið niður í neðra hlutann fyrir tvískiptinguna.

"Þetta var kærkomið. Það var fullt af skemmtilegum leikjum í dag og þannig á þetta að vera í fótbolta. Fullt af leikjum í neðri deildum og svona. Frábært veður og skemmtilegur dagur og það er gott að vera í efra hlutanum. Það var það sem skipti öllu máli."

Nýlega hefur verið orðrómur um að Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson aðstoðarþjálfari hans séu ekki par sáttir við samstarf sitt.

„Ég er búinn að svara nokkrum sinnum fyrir það og ég hlæ nú bara að því. Við erum frábærir félagar og vinnum mjög vel saman. Eins og ég sagði áðan eigum við skilið að vera í efri hlutanum. Við erum flott teymi.

Framundan hjá Garðbæingum eru 5 leikir á móti bestu liðum landsins.

„Áfram gakk. Það eru fimm frábærir leikir framundan en núna fáum við tveggja vikna frí þannig að við komum sterkir til baka 2. október í skemmtilega úrslitakeppni"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner