Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 17. september 2022 17:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ágúst Gylfason: Markmiðið var að enda í efri hlutanum
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður vinnusigur og kærkominn sigur fyrir okkur. Við höfum beðið eftir þessu lengi og við gerðum bara vel í dag. Vorum þéttir og gáfum lítið af færum á okkur. Vinnum sigurinn með liðsheild og vinnusemi. Að mínu mati eigum við þetta skilið og eigum skilið að vera í efri hlutanum. Það var fyrsta markmiðið." Segir Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á FH í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Fyrir þennan leik hafði Stjarnan tapað 5 leikjum í röð og mikil umræða var kominn af stað um slakt gengi Garðbæinga.

„ Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki og við vitum það. 5 leikir í röð án sigurs var vont fyrir sálina og því mun kærkomnara og ljúfara var að fá sigur í dag.

Pressa var á Stjörnunni að klára leikinn í dag en með tapi hefði liðið fallið niður í neðra hlutann fyrir tvískiptinguna.

"Þetta var kærkomið. Það var fullt af skemmtilegum leikjum í dag og þannig á þetta að vera í fótbolta. Fullt af leikjum í neðri deildum og svona. Frábært veður og skemmtilegur dagur og það er gott að vera í efra hlutanum. Það var það sem skipti öllu máli."

Nýlega hefur verið orðrómur um að Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson aðstoðarþjálfari hans séu ekki par sáttir við samstarf sitt.

„Ég er búinn að svara nokkrum sinnum fyrir það og ég hlæ nú bara að því. Við erum frábærir félagar og vinnum mjög vel saman. Eins og ég sagði áðan eigum við skilið að vera í efri hlutanum. Við erum flott teymi.

Framundan hjá Garðbæingum eru 5 leikir á móti bestu liðum landsins.

„Áfram gakk. Það eru fimm frábærir leikir framundan en núna fáum við tveggja vikna frí þannig að við komum sterkir til baka 2. október í skemmtilega úrslitakeppni"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner