Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 17. september 2022 17:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ágúst Gylfason: Markmiðið var að enda í efri hlutanum
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góður vinnusigur og kærkominn sigur fyrir okkur. Við höfum beðið eftir þessu lengi og við gerðum bara vel í dag. Vorum þéttir og gáfum lítið af færum á okkur. Vinnum sigurinn með liðsheild og vinnusemi. Að mínu mati eigum við þetta skilið og eigum skilið að vera í efri hlutanum. Það var fyrsta markmiðið." Segir Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á FH í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Fyrir þennan leik hafði Stjarnan tapað 5 leikjum í röð og mikil umræða var kominn af stað um slakt gengi Garðbæinga.

„ Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki og við vitum það. 5 leikir í röð án sigurs var vont fyrir sálina og því mun kærkomnara og ljúfara var að fá sigur í dag.

Pressa var á Stjörnunni að klára leikinn í dag en með tapi hefði liðið fallið niður í neðra hlutann fyrir tvískiptinguna.

"Þetta var kærkomið. Það var fullt af skemmtilegum leikjum í dag og þannig á þetta að vera í fótbolta. Fullt af leikjum í neðri deildum og svona. Frábært veður og skemmtilegur dagur og það er gott að vera í efra hlutanum. Það var það sem skipti öllu máli."

Nýlega hefur verið orðrómur um að Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson aðstoðarþjálfari hans séu ekki par sáttir við samstarf sitt.

„Ég er búinn að svara nokkrum sinnum fyrir það og ég hlæ nú bara að því. Við erum frábærir félagar og vinnum mjög vel saman. Eins og ég sagði áðan eigum við skilið að vera í efri hlutanum. Við erum flott teymi.

Framundan hjá Garðbæingum eru 5 leikir á móti bestu liðum landsins.

„Áfram gakk. Það eru fimm frábærir leikir framundan en núna fáum við tveggja vikna frí þannig að við komum sterkir til baka 2. október í skemmtilega úrslitakeppni"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner