lau 17. september 2022 13:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og FH: Steven Lennon byrjar
Lennon fagnar marki gegn Stjörnunni
Lennon fagnar marki gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Framundan er sannkölluð fótboltaveislu en í dag fer fram lokaumferðin í Bestu deild karla áður en að til tvískiptingar kemur. Leikur Stjörnunnar og FH er einn af þeim leikjum sem mun fara fram í dag. Leikurinn er ansi áhugaverður og þá sérstaklega fyrir Stjörnuna sem er í bullandi hættu að lenda í neðri hlutanum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Stjarnan gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði frá tapinu gegn KR. Daníel Finns Matthíasson og Elís Rafn Björnsson koma út úr liðinu og í stað þeirra koma þeir Henrik Máni Hilmarsson og Jóhann Árni Gunnarsson. Einnig tekur Einar Karl ingvarsson út leikbann

FH gerir einnig tvær breytingar á sínu liði frá stórsigrinum gegn Skagamönnum. Kristinn Freyr Sigurðsson og Steven Lennon koma inn fyrir Davíð Snær Jóhannsson og Úlf Ágúst Björnsson.

Flautað verður til leiks í Garðabænum klukkan 14:00
Byrjunarlið Stjarnan:
0. Haraldur Björnsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Óskar Örn Hauksson
24. Björn Berg Bryde
31. Henrik Máni B. Hilmarsson

Byrjunarlið FH:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Oliver Heiðarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner