banner
   lau 17. september 2022 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius Jr ætlar ekki að hætta að dansa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinicius Jr leikmaður Real Madrid hefur verið mikið í umræðunni í spænskum fjölmiðlum undanfarna daga.

Það er Madrídarslagur á morgun þegar Real heimsækir Atletico. Koke fyrirliði Atletico sagði að Vinicius mætti búast við því að fá slæmar móttökur ef hann fagnar marki með því að dansa.

Pedro Bravo, forseti samtaka umboðsmanna á Spáni fór langt yfir strikið í gagnrýni sinni á Vinicius. Hann sagði honum að hætta að haga sér eins og api þegar hann fagnar með dansi.

Vinicius hlustar ekki á það.

„Ég varð fórnarlamb útlendingahaturs og rasisma, það byrjaði ekki í gær, það eru margar vikur síðan þeir byrjuðu á þvi að gagnrýna dansinn," skrifaði Vinicius Jr á Instagram.

„Dansar sem ég á ekki. Ronaldinho, Neymar, Lucas Paqueta, Antoine Griezmann, Joao Felix, Matheus Cunha eiga þá, brasilískt funk og Samba listamenn og reggí söngvarar."


Athugasemdir
banner
banner
banner