Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
   sun 17. september 2023 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Hefðum getað unnið stærra
Mynd: Getty Images
„Þetta var langt síðan við unnum síðast á þessum velli. Við spiluðum frábæran leik og gáfum ekkert frá okkur. Við vorum með öll völd á leiknum og sköpuðum fullt af færum en sigurinn hefði líklega getað verið stærri,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 1-0 sigurinn á Everton á Goodison Park í dag.

Leandro Trossard gerði eina mark leiksins á 69. mínútu með skoti í stöng og inn.

Arsenal fékk fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arteta var fyrst og fremst ánægður að ná í sigur.

„Ég naut leiksins. Eftir leikinn gegn Manchester United þá sá ég svipbrigðin hjá mér eftir leikinn og það var algjör léttir, en ég virkilega naut leiksins í dag.“

„Þessir ellefu leikmenn spiluðu mjög vel. Við fengum nóg af færum, vorum þolinmóðir og Leandro náði að framkvæma ótrúlega afgreiðslu til að vinna leikinn.“


Hornspyrnutaktík Arsenal virkaði fullkomlega. Liðið tók hornið stutt, spilaði í kringum teiginn áður en Bukayo Saka fékk boltann og lagði hann inn á Trossard sem skoraði.

„Við þurfum að halda áfram að finna ný vopn til að vinna leiki. Við fáum margar hornspyrnur og verðum að nýta það okkur til fulls, það er víst.“

David Raya byrjaði í marki Arsenal í stað Aaron Ramsdale en Arteta tjáði sig eitthvað minna um það og fannst ekkert athugavert við að gera þessa breytingu.

„Þetta er eins og að spila Fabio Vieira, það er ekkert öðruvísi. Ég er með ellefu leikmenn og það gildir það sama um alla. Enginn er öðruvísi,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner