„Ég get ekki hætt að brosa," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks, eftir langþráðan sigur þegar Blikar lögðu Stjörnuna 2-0 á Kópavogsvelli í dag í baráttunni um Evrópusæti.
„Þetta er bara rosalegur léttir fyrst og fremst og svo bara stolt. Stoltur af stelpunum."
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
„Þetta skiptir öllu máli [fyrir hópinn], við sem lifum og hrærumst í fótbolta, daglegt líf snýst svolítið um hvort við vinnum eða töpum sko, eins barnalegt og það er, en þetta skiptir öllu máli fyrir okkur," sagði Gulli.
„Sigrar gefa sjálfstraust fyrir utan gleðina, það kemur pása núna, við getum notið þess líka bara. Við ætlum bara að njóta þess að hafa unnið, bara á morgun líka meira að segja, það er bara allt í lagi. Svo reynum við að byggja ofan á þetta."
Breiðabliksliðið var skipulagt til baka og vörðust mest allan leikinn og beittu svo skyndisóknum. Það var uppleggið og gekk fullkomlega upp.
„Við erum búnar að fá mikið af mörkum á okkur undanfarið og þurftum að þétta það. Mér fannst það fallegt, græna hjartað var ofboðslega fallegt í stelpunum og liðinu og við unnum þetta bara sanngjarnt," sagði Gulli.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.