Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 17. september 2023 16:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Ég get ekki hætt að brosa
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég get ekki hætt að brosa," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks, eftir langþráðan sigur þegar Blikar lögðu Stjörnuna 2-0 á Kópavogsvelli í dag í baráttunni um Evrópusæti.

„Þetta er bara rosalegur léttir fyrst og fremst og svo bara stolt. Stoltur af stelpunum."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Þetta skiptir öllu máli [fyrir hópinn], við sem lifum og hrærumst í fótbolta, daglegt líf snýst svolítið um hvort við vinnum eða töpum sko, eins barnalegt og það er, en þetta skiptir öllu máli fyrir okkur," sagði Gulli.

„Sigrar gefa sjálfstraust fyrir utan gleðina, það kemur pása núna, við getum notið þess líka bara. Við ætlum bara að njóta þess að hafa unnið, bara á morgun líka meira að segja, það er bara allt í lagi. Svo reynum við að byggja ofan á þetta."

Breiðabliksliðið var skipulagt til baka og vörðust mest allan leikinn og beittu svo skyndisóknum. Það var uppleggið og gekk fullkomlega upp.

„Við erum búnar að fá mikið af mörkum á okkur undanfarið og þurftum að þétta það. Mér fannst það fallegt, græna hjartað var ofboðslega fallegt í stelpunum og liðinu og við unnum þetta bara sanngjarnt," sagði Gulli.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner