Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   sun 17. september 2023 16:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gulli Gunnleifs: Ég get ekki hætt að brosa
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég get ekki hætt að brosa," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, einn af þjálfurum Breiðabliks, eftir langþráðan sigur þegar Blikar lögðu Stjörnuna 2-0 á Kópavogsvelli í dag í baráttunni um Evrópusæti.

„Þetta er bara rosalegur léttir fyrst og fremst og svo bara stolt. Stoltur af stelpunum."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Þetta skiptir öllu máli [fyrir hópinn], við sem lifum og hrærumst í fótbolta, daglegt líf snýst svolítið um hvort við vinnum eða töpum sko, eins barnalegt og það er, en þetta skiptir öllu máli fyrir okkur," sagði Gulli.

„Sigrar gefa sjálfstraust fyrir utan gleðina, það kemur pása núna, við getum notið þess líka bara. Við ætlum bara að njóta þess að hafa unnið, bara á morgun líka meira að segja, það er bara allt í lagi. Svo reynum við að byggja ofan á þetta."

Breiðabliksliðið var skipulagt til baka og vörðust mest allan leikinn og beittu svo skyndisóknum. Það var uppleggið og gekk fullkomlega upp.

„Við erum búnar að fá mikið af mörkum á okkur undanfarið og þurftum að þétta það. Mér fannst það fallegt, græna hjartað var ofboðslega fallegt í stelpunum og liðinu og við unnum þetta bara sanngjarnt," sagði Gulli.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner