Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilaði með Gróttu í sumar en æfir núna með Víkingi
Lengjudeildin
Damian Timan.
Damian Timan.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Damian Timan, sem spilaði með Gróttu í sumar, er núna að æfa með Víkingi Reykjavík samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Mögulegt er að Víkingur sé að skoða hann fyrir næsta tímabil.

Timan er 23 ára gamall hollenskur miðjumaður sem spilaði 14 leiki með Gróttu í sumar og skoraði í þeim fimm mörk. Hann spilaði síðast 10. ágúst.

Timan er alinn upp hjá PSV Eindhoven og þá hefur kappinn spilað yfir 20 leiki með yngri landsliðum Hollands.

Víkingar spila í bikarúrslitum á laugardaginn en þeir eru líka sem stendur á toppi Bestu deildarinnar þegar úrslitakeppnin er framundan. Þá er liðið úr Fossvoginum að fara að taka þátt í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner