Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 17. september 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill ekki taka neina áhættu með Joao Pedro
Joao Pedro var ekki með Brighton gegn Ipswich um liðna helgi, mörgum Fantasy Premier League spilurum til mikils ama. Pedro var vinsælasta varan í landsleikjahléinu í Fantasy-leiknum vinsæla.

Hann var kallaður í brasilíska landsliðið og fékk högg í landsliðsverkefninu sem hélt honum frá vellinum um helgina.

Hann er tæpur fyrir leikinn gegn Wolves í deildabikarnum á morgun.

„Við þurfum að sjá til á æfingu í dag, sjá hvort hann sé klár í að spila. Við viljum ekki taka neina áhætta með hann. Við tökum ákvörðun eftir æfingu hvort það sé rökrétt að hann spili eða ekki," sagði Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, á fréttamannafundi í dag.

Pedro skoraði í tveimur leikjum í röð; geng Man Utd og Arsenal, og fékk svo kallið í landsliðið.

Hann er 22 ára og er á sínu öðru tímabli hjá Brighton. Hans annar landsleikur með Brasilíu kom gegn Paragvæ í síðustu viku.

Georginio Rutter verður ekki með Brighton á morgun þar sem hann spilaði í 1. umferð keppninnar með Leeds. Mats Wieffer gæti þá snúið aftur í liðið hjá Brighton eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner