Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 17. október 2020 16:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Suarez og Carrasco sáu um Celta
Celta 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Luis Suarez ('6 )
0-2 Yannick Carrasco ('90+5 )

Atletico Madrid vann Celta Vigo í öðrum leik dagsins í La Liga.

Luis Suarez skoraði fyrra mark leiksins eftir undirbúning frá Manuel Sanchez. Þetta var þriðja mark Suarez í fjórum leikjum með Atletico.

Belginn Yannick Carrasco skoraði annað mark Atletico seint í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Atletico er nú með átta stig eftir fjóra leiki á meðan Celta er með fimm stig eftir sex leiki.

Fyrri úrslit í spænska:
Granada nýtti sér liðsmuninn í kjölfar heimskupara Jordan
Athugasemdir