Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. nóvember 2020 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Spánn niðurlægði Þýskaland
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og litu merkileg úrslit dagsins ljós er Spánn vann toppslag gegn Þýskalandi.

Þjóðverjar virtust engan veginn í réttum gír og var aðeins eitt lið á vellinum í sex marka sigri Spánverja.

Ferran Torres lék á alls oddi og setti þrennu en Þjóðverjar áttu tvær marktilraunir yfir allan leikinn og hæfði hvorug þeirra rammann.

Alvaro Morata, Rodri og Mikel Oyarzabal komust einnig á blað í stórsigrinum. Spánn er því búið að vinna riðilinn með 11 stig eftir 6 umferðir og heldur í lokakeppnina ásamt Frakklandi. Þýskaland er með 9 stig.

Spánn 6 - 0 Þýskaland
1-0 Alvaro Morata ('17)
2-0 Ferran Torres ('33)
3-0 Rodri ('38)
4-0 Ferran Torres ('55)
5-0 Ferran Torres ('71)
6-0 Mikel Oyarzabal ('89)

Frakkar og Portúgalir unnu þá afar fjörlega leiki sína gegn Svíum og Króötum. Lokatölurnar þýða það að Svíar falla niður í B-deildina.

Svíar sýndu þó mikla baráttu og komust yfir snemma leiks gegn heimsmeisturum Frakka. Heimamenn sýndu þó gæðin sín og unnu að lokum 4-2 þökk sé tvennu frá Olivier Giroud.

Króatía var marki yfir þegar Marko Rog fékk að líta sitt annað gula spjald í upphafi síðari hálfleiks.

Tíu Króatar réðu ekki við Ruben Dias og félaga en miðvörðurinn öflugi skoraði tvennu í endurkomu Portúgala. Lokatölur 2-3.

Frakkland 4 - 2 Svíþjóð
0-1 Viktor Claesson ('5 )
1-1 Olivier Giroud ('16 )
2-1 Benjamin Pavard ('36 )
3-1 Olivier Giroud ('59 )
3-2 Robin Quaison ('88 )
4-2 Kingsley Coman ('90 )

Króatía 2 - 3 Portúgal
1-0 Mateo Kovacic ('29 )
1-1 Ruben Dias ('52 )
1-2 Joao Felix ('60 )
2-2 Mateo Kovacic ('65 )
2-3 Ruben Dias ('90 )
Rautt spjald: Marko Rog, Croatia ('51)
Athugasemdir
banner