Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   fim 17. nóvember 2022 12:28
Elvar Geir Magnússon
Ganverjar með öflugan sigur á Sviss í síðasta leik fyrir HM
Mynd: EPA
Gana vann sannfærandi og áhugaverðan 2-0 sigur gegn Sviss í vináttulandsleik í Abú Dabí í dag, þetta var síðasti leikur þessara liða fyrir HM í Katar.

Mohammed Salisu og Antoine Semenyo skoruðu mörkin í seinni hálfleik.

Otto Addo þjálfari liðsins byrjaði með nokkrar sínar helstu stjörnur á bekknum, þar á meðal var Thomas Partey miðjumaður Arsenal. Sviss tefldi fram sterku liði með Yan Sommer, Manuel Akanji, Denis Zakaria, Granit Xhaka og Breel Embolo innanborðs.

Sviss byrjaði leikinn betur en svo fann Gana taktinn. Staðan var markalaus í hálfleik en varamenn Ganverja gerðu gæfumuninn. Salisu, varnarmaður Southampton, braut ísinn í seinni hálfleik með skalla. Semenyo, leikmaður Bristol City, skoraði svo á 74. mínútu.

Öflugur sigur Ganverja sem mæta Portúgal eftir viku, í riðlinum eru einnig Suður-Kórea og Úrúgvæ.

Sviss er í riðli með Kamerún, Brasilíu og Serbíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner