Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. nóvember 2022 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Kominn með treyju frá De Gea en vantar frá Patrik
Mynd: Viking

Ungur stuðningsmaður norska félagsins Viking og enska stórveldisins Manchester United ætlar sér að verða markvörður í framtíðinni.


Hann á sér tvö átrúnaðargoð í fótboltaheiminum, David de Gea hjá Man Utd og Patrik Sigurð Gunnarsson hjá Viking.

Hann vill eiga treyjur af þeim báðum og er þegar kominn með Manchester United treyju merkta De Gea. Hann vantar því treyju frá Viking merkta Gunnarsson.

Faðir drengsins, sem er ellefu ára, greip því til þess ráðs að senda Patrik skilaboð á Twitter til að biðja hann um treyju. Patrik svaraði því og er búinn að lofa þeim feðgunum treyju þegar tækifæri gefst.


Athugasemdir
banner
banner
banner